IS
Play audiofileis
Laddi- þekktur skemmtikraftur
IS
2
Laddi- þekktur skemmtikraftur

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Þórhallur Sigurðsson er vel þekktur skemmtikraftur á Íslandi. Hann er alltaf kallaður Laddi. Hann fæddist 20. janúar 1947 í Hafnarfirði.

Play audiofile 5
6

Laddi er líka grínisti, leikari, söngvari og tónskáld. Hann lærði húsgagnasmíði á yngri árum en lauk ekki náminu.

Play audiofile 7
8

Laddi er sjálfmenntaður skemmtikraftur. Árið 1982 fór hann í leiklistarskóla í Los Angeles. Hann var þar í ár en lauk ekki námi. Myndirnar í bókinni sýna hluta af þeim persónum sem hann hefur skapað.

Play audiofile 9
10

Laddi hefur talað inn á nokkrar Disney myndir eins og Aladdin, Konung ljónanna, Mulan, Ralph rústari, Frosinn og fleiri.

Play audiofile 11
12

Hann talaði inn fyrir alla strumpana árið 1997 og hefur sungið um þá. (Strumpasöngurinn)

Play audiofile 13
14

Laddi hefur leikið í mörgum grínmyndum en hann fer alltaf með eitt af aðalhlutverkum. Hann hefur líka leikið í leikhúsi og fær undantekningalaust stórt hlutverk.

Play audiofile 15
16

Laddi hefur búið til margar persónur hér á landi. Má þar nefna Elsu Lund, sem er á myndinni, Eirík Fjalar, Magnús bónda, Þórð húsvörð, Jarmund búfræðing, Saxa lækni, Skúla rafvirkja og fleiri.

Play audiofile 17
18

Þegar Laddi varð 60 ára setti hann upp sýningu í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Í upphafi áttu þetta að vera fjórar sýningar en urðu margfalt fleiri vegna mikilla vinsælda.

Play audiofile 19
20

í lok ársins 2018 veitti forseti Íslands Guðni Jóhannesson Ladda fálkaorðuna í þágu menningar og lista.

Play audiofile 21
22

Laddi og bróðir hans Halli voru tvíeyki í skemmtibransanum og þóttu ómissandi í skemmtiþáttum. Þeir gáfu út nokkrar hljómplötur.

Play audiofile 23
24

Hann er tvígiftur og á þrjá stráka. Strákarnir hans heita Marteinn, Ívar og Þórhallur sem vann keppnina ,,Fyndnasti maður Íslands árið 2007.” Á myndinni má sjá feðgana.

Play audiofile 25
26

Þekkir þú aðra íslenska grínleikara?

Play audiofile 27
Laddi- þekktur skemmtikraftur

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Helgi Halldórsson - flickr.com
S4: LADDI - facebook.com
S6: Sena Live - facebook.com
S8+14+16+18+20+26: ©Þórhallur Sigurðsson
S10: Shakir Superville - flickr.com
S12: Maxpixel.net
S13: https://youtu.be/lGZVmF9wps4
S22: Static.heimkaup.is
S24: ©þórhallur Þórhallsson
Forrige side Næste side
X