Vaheta
keelt
Play audiofileis
Play audiofileda
Hekla - drottning eldfjallanna
IS
DA
2
Hekla - vulkanernes dronning

Svanhvít Hreinsdóttir

Tõlkija: Svanhvít Hreinsdóttir
3
4

Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi og oft kallað drottning íslenskra eldfjalla.


Play audiofile

Hekla er en af de mest aktive og kendte vulkaner i Island og bliver tit kaldt ´De islandske vulkaners dronning´.


Play audiofile 5
6

Hekla liggur á flekaskilum Norður-Ameríku flekans og Evrasíuflekans. Á þessum flekaskilum er mikið um eldgos, jarðhita og jarðskjálfta.


Play audiofile

Hekla ligger på grænsen mellem den Nordamerikanske og den Eurasiske kontinentalplade. På denne grænse findes der en del vulkaner, geotermisk energi og jordskælv.


Play audiofile 7
8

Á þessum flekaskilum eru mörg þekkt eldfjöll t.d. Katla, Grímsvötn í Vatnajökli, Eyjafjallajökull og Krafla. Á þessu svæði eru líka þekkt háhitasvæði eins og Reykjanes, Geysir, Landmannalaugar og Námaskarð.


Play audiofile

På denne pladegrænse findes mange kendte vulkaner f.eks. Katla, Grímsvötn í Vatnajökull, Eyjafjallajökull og Krafla. I området er der også mange kendte geotermiske områder, som Reykjanes, Geysir, Landmannalaugar og Námaskarð.


Play audiofile 9
10

Hekla er í Rangárvallasýslu og sést víða að og er auðþekkjanleg. Fjallið er eins og bátur á hvolfi og er með breiðar axlir og háan toppgíg. Fjallið er ungt og er talið að það sé yngra en 7000 ára.


Play audiofile

Hekla ligger i Rangárvallasýsla (amt) og kan ses fra mange steder. Den er nem at kende. Bjerget ligner en omvendt båd og har brede skuldre og et højt topkrater. Bjerget er ungt, man mener, at det er ca. 7000 år gammelt.


Play audiofile 11
12

Ísland byggðist um 874 og frá þeim tíma hefur Hekla gosið 18 sinnum og þar af fimm sinnum frá 1947. Gosin eru misstór og misjafnt hvað þau vara lengi.


Play audiofile

Island blev beboet omkring år 874. Siden da har Hekla været i udbrud 18 gange - fem gange siden 1947. Det er forskelligt, hvor voldsomme udbruddene har været og hvor længe de har varet.


Play audiofile 13
14

Gos hófst í Heklu 29. mars 1947 eftir 102 ára hlé. Gosmökkurinn náði 30 km hæð fyrstu klukkutímana. Gosið hætti ekki fyrr en eftir 13 mánuði og það féll aska á Álandseyjum og í Finnlandi. Þetta var fyrsta gosið sem vísindamenn náðu að rannsaka.


Play audiofile

Hekla gik i udbrud den 29. marts 1947 efter 102 års pause. Askesøjlen nåede 30 kilometers højde de første timer efter udbruddet. Udbruddet stoppede først 13 måneder senere og der faldt aske på Ålandsøerne og i Finland. Dette var første gang, videnskabsmænd fik undersøgt et udbrud i Hekla.


Play audiofile 15
16

Þann 5. maí 1970 hófst aftur gos í Heklu, það var mest við rætur Heklu en ekki í fjallinu sjálfu. Gosið var lítið og var kallað túristagos því auðvelt var að ganga alveg að rauðglóandi hraunbrúninni. Það kom jarðfræðingunum á óvart hversu stutt var á milli gosa, aðeins 23 ár.


Play audiofile

Den 5. maj 1970 var Hekla igen i udbrud. Det var mest i kanten af bjerget, ikke i selve toppen. Det var et lille udbrud. Det blev kaldt et “turist-udbrud”, fordi det var nemt at gå helt ud til kanten af den varme lavastrøm. Der var kun 23 år efter sidste udbrud og geologerne var forbavsede over, hvor kort tid der var i mellem udbruddene.


Play audiofile 17
18

Aftur kom Hekla á óvart og fór að gjósa þann 18. ágúst 1980 en þá opnaðist 5,5 km sprunga efst á fjallinu. Gosið var bara í 3 daga en svo gaus aftur 10. mars 1981 og í 7 daga og þá kom smávegis hraun sem rann yfir eldra hraun.


Play audiofile

Den 18. august 1980 overraskede Hekla igen. Et udbrud startede og der åbnedes en 5.5 km sprække i toppen af bjerget. Udbruddet varede kun tre dage, men startede igen 10. marts 1981 i syv dage. Der kom kun lidt lava.


Play audiofile 19
20

Aftur er stutt á milli gosa og Hekla gýs 17. janúar 1991, aðeins 10 árum frá síðasta gosi. Gosið var lítið, ekki mikil aska og lítið hraun. Eldurinn var í fjallinu í 52 daga.


Play audiofile

Igen den 17. januar 1991, 10 år senere, starter et udbrud i Hekla. Udbruddet var lille, ikke meget aske og kun lidt lava. Ilden i bjerget varede i 52 dage.


Play audiofile 21
22

Kvöldið 26. febrúar 2000 gátu jarðfræðingar á Veðurstofu Íslands séð á jarðskjálftamælum að það væri sennilegast að koma gos í Heklu og um klukkutíma síðar for að gjósa. Gosið var lítið og var í 10 daga.


Play audiofile

Den 26. februar 2000 om aftenen kunne geologerne på Islands meteorologiske institut se på jordskælvsmålere, at Hekla var ved at gå i udbrud og en time senere kunne man se, at det var rigtigt. Det var et lille udbrud, som varede i 10 dage.


Play audiofile 23
24

Strax á miðöldum vissu menn í Evrópu um Heklu. Ítalski munkurinn Julius Cesar Recuptus þekkir til Heklu og árið 1647 skrifar hann að Hekla sé inngangurinn að helvíti og standi opinn sem aðvörun fyrir syndara.


Play audiofile

Allerede i middelalderen kendte man til Hekla i Europa. Den italienske munk Julius Cæsar Recuptus skrev i 1647, at Hekla var indgangen til helvede, som står åben til skræk og advarsel for syndere.


Play audiofile 25
26

Orðið “Hekkenfeldt” í dönsku kemur af orðinu Heklufjall. Samkvæmt þjóðtrú víða í Evrópu hitta nornirnar Fjandann í Heklu.


Play audiofile

Udtrykket "Ad Hekkenfeldt til” på dansk kommer af "Hekla-fjeldet". Ifølge folketroen er Hekla, mange steder i Europa, et sted, hvor heksene mødes med Fanden.


Play audiofile 27
28

Í dag vakta jarðfræðingar Heklu og það er fjöldi mælitæka á fjallinu. Jarðfræðingarnir reikna með að Hekla gjósi fljótlega. Það getur orðið á morgun, í ár eða eftir 10 ár, enginn getur sagt það nákvæmlega.


Play audiofile

I dag overvåger geologer Hekla og der er en masse målere på bjerget. Geologerne mener, at Hekla vil gå i udbrud snart igen. Det kan blive i morgen, i år eller om ti år. Ingen kan sige et nøjagtigt tidspunkt.


Play audiofile 29
30

Þekkir þú fleiri eldfjöll á Íslandi?


Play audiofile

Kender du flere vulkaner i Island?


Play audiofile 31
Hekla - drottning eldfjallanna

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Hafdís María Jónsdóttir
S4: Ulrich Latzenhofer - flickr.com
S6: Pubs.usgs.gov - commons.wikimedia.org
S8: Dudy001 - commons.wikimedia.org
S10: Chris 73 - commons.wikimedia.org
S12: PFEIFFER - 1853 - British Library HMNTS
S14: Íslandspóstur - 1948
S16: Quadell - commons.wikimedia.org
S18: ©Tom Pfeiffer - volcanodiscovery.com
S20: Brocken Inaglory - commons.wikimedia.org
S22: Cogdogblog - commons.wikimedia.org
S24: Abraham Ortelius - 1585
S26: Olaus Magnus (1490-1557) - 1555
S28: Axel Kristinsson - commons.wikimedia.org
S30: Olikristinn - commons.wikimedia.org
Forrige side Næste side
X