IS DA
Bríet Bjarnhéðinsdóttir- baráttukona fyrir kosningarétti kvenna á Íslandi
IS DA
2
Bríet Bjarnhéðinsdóttir- baráttukona fyrir kosningarétti kvenna á Íslandi

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist 27. september 1856 á Haukagili í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Hún dó 16. mars 1940.

5
6

Móðir hennar lést þegar hún var ung og það varð hennar hlutskipti að sjá um heimilið.

7
8

Þegar hún var 16 ára skrifaði hún niður mismuninn á möguleikum stráka og stelpna. Hún skrifaði blaðagrein um málið sem hét ,,Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna.”

9
10

Bríet dreymdi um að mennta sig. Hún fór einn vetur, 1877-1879, í Kvennaskólann í Eyjafirði. Alla ævi reyndi hún að auka menntun sína. Hún náði tökum á Norðurlandatungumáli og ensku.

11
12

Hún var fyrst kvenna til að bjóða sig fram til Alþingis. Hægt er að stroka út nafn af listanum sem maður er óánægður með og það voru margir karlmenn. Þess vegna var hún ekki kosin á þing.

13
14

Árið 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað í Reykjavík og var Bríet einn stofnfélaga. Á myndinni má sjá fyrstu konur í bæjarstjórn á Íslandi og er Bríet þar á meðal árin 1908-1912 og aftur 1914-1920.

15
16

Bríet gaf út og ritstýrið Kvennablaðinu á árunum 1895-1919. þar skrifaði hún um barnauppeldi, menntunarleysi kvenna og léleg kjör þeirra. Þessu þarf að breyta sagði hún.

17
18

Bríet heldur ræðu á Austurvelli 1915 en það gerðu konur ekki á þessum árum. Þess vegna þótti þetta merkilegur viðburður.

19
20

Bríet var einn af stofnendum Verkakvennafélagsins Framsóknar árið 1914. Félagið var stofnað því verkalýðsfélagið Dagsbrún neitaði konum um inngöngu.

21
22

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðana númer 5 fjallar um jafnrétti milli kynjanna. Bríet er gott dæmi um það. Þekkir þú frumkvöðla í mannréttindamálum í þínu landi?

23
Bríet Bjarnhéðinsdóttir- baráttukona fyrir kosningarétti kvenna á Íslandi

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1: Óðinn, May 1908 - commons.wikimedia.org
S4: Postur.is - 1978 - S6: Wikipatia - twitter.com
S8+18: Magnús Ólafsson - commons.wikimedia.org
S10+14: Kvennasögusafn Íslands
S12: Kvennabladid.is - S16: Timarit.is
S20: Sgs.is - S22: Globalgoals.org
Forrige side Næste side