Play audiofileis
Flatey- lítil íslensk eyja
2
Flatey- lítil íslensk eyja

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Flatey er í Breiðafirði sem er á Vesturlandi. Maður verður að sigla til að komast í eyjuna.

Play audiofile 5
6

Talið er að landnámsmaðurinn Þrándur mjóbeinn hafi numið land í Flatey. Hér áður fyrr var eyjan mikill verslunarstaður fyrir eyjarnar i kring.

Play audiofile 7
8

Til að komast út í eyjuna þarf að sigla með ferjunni Baldri frá Stykkishólmi. Fjöldi ferðamanna heimsækir eyjuna á hverju ári.

Play audiofile 9
10

Í Flatey er rekin verslun til að þjónusta ferðamenn sem koma í eyjuna. Finna má nokkra gististaði á eyjunni.

Play audiofile 11
12

Enginn bíll er í eyjunni en menn nota traktor með vagn aftan í til að flytja vörur og fólk. Hér áður fyrr bjuggu rúmlega 100 manns í eyjunni.

Play audiofile 13
14

Húsunum er haldið vel við og þau eru í mörgum litum. það búa tvær fjölskyldur allt árið í Flatey en mun fleiri yfir sumartímann. Þorpsmyndin hefur varðveist vel.

Play audiofile 15
16

Flatey myndaðist eftir eldgos fyrir um 11-12 milljónum ára. Eyjan er um tveir km. að lengd og 400 metrar þar sem hún er breiðust en 20 metra þar sem hún er mjóst.

Play audiofile 17
18

Flatey er stærst 40 eyja og hólma sem hún tilheyrir. Íbúar eyjunnar veiða fisk í kringum eyjuna.

Play audiofile 19
20

Fuglalíf er mikið í eyjunni því engir kettir, mýs eða rottur eru þar. Fugl þrífst vel eins og lundi, rita, tjaldur og lóuþræll sem þú sérð á myndinni.

Play audiofile 21
22

Fundist hafa um 150 tegundir af plöntum í Flatey. Ferðamenn eru beðnir um að ganga á stígum til að skemma ekki gróðurinn.

Play audiofile 23
24

Margir listamenn hafa sótt innblástur í eyjuna, t.d. Matthías Jochumsson sem samdi þjóðsönginn. Hún er líka vinsæl til kvikmyndagerðar og voru þættirnir um Nonna og Manna teknir upp í Flatey.

Play audiofile 25
26

Þekkir þú aðra eyju þar sem svona fáir búa?

Play audiofile 27
Flatey- lítil íslensk eyja

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Brian Gratwicke - flickr.com
S4-14+18+22-26: Helga Dögg Sverrisdóttir
S16: Postur.is
S20: Elma - flickr.com
Forrige side Næste side
X